Sátt eftir skilnað – námskeið hefst laugardag 13. sept. nk.

Námskeiðið „Sátt eftir skilnað“  verður næst haldið 13. september nk.  Hafið samband á valkostur@gmail.com eða 8956119 –  Staðsetning: Reykjavík, en nákvæm staðsetning auglýst síðar.  9:00 – 15:00 og fjögur kvöld í eftirfylgni 90 mín í senn. –  Verð: 19.900.-   

Vegna fjölda fyrirspurna ætla ég að bjóða upp á námskeiðið Sátt eftir skilnað. 

Við skilnað (eða um leið og hugmyndin um skilnað lætur á sér kræla) hefst sorgarferli, draumurinn um hjónabandið/sambandið rættist ekki og margar vondar tilfinningar gera vart við sig, doði, vonbrigði, reiði, höfnunartilfinning, óvissa, svik, missir, einmanaleiki. Sagan átti ekki að enda svona – við upplifum kannski að við höfum misst stjórn á söguþræðinum, hvort sem að það vorum við sem tókum ákvörðunina um að skilja eða makinn.

Fyrir marga vaknar spurningin um hvað tekur við þegar þú ert ekki hluti af pari lengur, hvað breytist o.s.frv.

Skilnaður er þó ekki endalok alls, hann er endir á einum vegi en annar og nýr tekur við. Skilnaður var e.t.v. ekki okkar val, en það þýðir ekki að við höfum ekki enn úr mörgu að velja um leið og við göngum hinn nýja veg.

Það er mikilvægt að fá stuðning þegar við göngum í gegnum skilnaðarferlið, það er líka mikilvægt að skilja af hverju við skildum, skilja orsakirnar – til að við göngum ekki bara í hring og förum sama veginn aftur. Nýtum okkur sorgarferlið til að ná stórum þroskaskrefum fram á við, og stefnan er frá sorg til sáttar.

Námskeiðið hefst 13. september 9:00 – 15:00 og að auki er fjögurra kvölda eftirfylgni í hópum, einn og hálfur tími í senn, en hópurinn kemur sér saman um tíma sem hentar í samráði við leiðbeinanda.

VERÐ  19.900.-   Ef að greitt er að fullu fyrir 7. september er gefinn 2000. – króna afsláttur og kostar þá námskeiðið 17.900.-    (Hámark 10 konur á námskeiði) 

Innifalin er morgunhressing, kaldir og heitir drykkir, en hádegisverður verður snæddur á nærliggjandi veitingastað, – og greiðir þar hver fyrir sig.

Fjöldi þátttakenda eru 10 konur hámark.

Skráning er hjá Jóhönnu Magnúsdóttur –  valkostur@gmail.com  eða s. 8956119

Ath! .. þetta námskeið er ætlað konum, en ef ég fæ fyrirspurnir frá körlum er velkomið að bjóða upp á námskeið fyrir karla, hef haldið  það einu sinni, með góðum árangri, – en síðast þegar það var auglýst náðist ekki nægileg þátttaka, en aðeins komu tvær skráningar. Við þær hefur bæst ein fyrirspurn, – en endilega sendið mér póst karlar, ef áhugi er fyrir hendi!

Hér má lesa tvær umsagnir um námskeiðið:

„Í september 2012 stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að skilja við manninn minn eftir 14 ára samband. Allt í einu var ég orðin einstæð þriggja barna móðir og fannst ég alein. Vinkona mín benti mér þá á Lausnina og þar fékk ég upplýsingar um að innan skamms hæfist námskeið fyrir konur sem stæðu í sömu sporum og ég. Ég var niðurbrotin og ringluð og fannst ég virkilega þurfa að byggja mig upp. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á þetta námskeið og sé sko alls ekki eftir því. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, miðlaði af sinni reynslu og hvatti okkur endalaust áfram. Hún fékk mig til þess að horfa öðruvísi á hlutina og gaf mér von um að það væri betra líf handan við hornið ég þyrfti bara að trúa því sjálf. Á námskeiðinu kynntist ég frábærum konum og eftir að námskeiðinu lauk héldum við sjálfar áfram að hittast og hittumst einu sinni í mánuði. Þetta veitir mér mikinn stuðning og það er gott að finna að maður stendur ekki einn. Mér finnst þetta námskeið hafa hjálpað mér mjög mikið á þessum erfiðu tímamótum í lífi mínu og ég stend tvímælalaust uppi sem sterkari kona. Ég hvet því alla sem eru að ganga í gegnum skilnað eða hafa gengið í gegnum skilnað að fara á þetta námskeið vegna þess að mun hjálpa ykkur að komast yfir þennan erfiða kafla í lífi ykkar.“

35 ára kona

—————————————————————————————

„Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“

44 ára kona

Hér er svo almenn umsögn

Jóhanna er snillingur, hjartahlý og hefur lag á að koma góðu orði á hlutina. Hún hefur hjálpað mér mikið, bæði í eigin persónu og í gegnum sína fjölmörgu pistla. Hún hefur upplifað margt og á auðvelt með að miðla sinni reynslu og hjálpa öðrum. Ef eitthvað er að trufla ykkur í þessu daglega mæli ég eindregið með þessari mætu konu.

Hanna María Ásgrímsdóttir

Sjá einnig umfjöllun á Mbl.is HÉRNA

Pantanir og fyrirspurnir:  valkostur@gmail.com   eða 8956119 (ath! ég verð í Danmörku frá 28. ágúst – 6. september svo betra er að hafa samband á þeim tíma í gegnum tölvupóst.  🙂 )

Pistlana mína og um mig er einnig hægt að lesa á johannamagnusdottir.com

Færðu inn athugasemd